ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Svar stjórnar RARIK við áskorun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps


Stjórn RARIK hefur borist svohljóðandi áskorun frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Áskorunin hefur verið birt á fréttamiðlum og er hún eftirfarandi:

„Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á ríkisstjórn Íslands að beina þeim tilmælum til stjórnar Landsvirkjunar, stjórnar Landsnets og stjórnar Rarik að hefja stefnumótun til framtíðar þar sem höfuðstöðvar fyrirtækjanna verði í nærumhverfi orkuvinnslunnar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik að hafa frumkvæði að því að móta stefnu til framtíðar um að störf í orkuvinnslu verði byggð upp í nærumhverfi orkuvinnslunnar og höfuðstöðvar verði fluttar til suðurlands þar sem stærsti hluti raforkuframleiðslu Íslands á sér stað.“

 

Stjórn RARIK hefur fjallað um málið og sent svohljóðandi svar til sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps:

 

„Stjórn RARIK ohf. hefur borist áskorun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þess efnis að félagið hefji stefnumótun til framtíðar sem miðaði að því að færa höfuðstöðvar fyrirtækisins í nærumhverfi orkuvinnslunnar.

 

Stjórn RARIK bendir á að hjá RARIK hefur þegar verið mörkuð sú stefna að horft sé sérstaklega til þess að auglýsa störf óháð staðsetningu. Stjórn hefur samþykkt það verklag að störf sem losna í Reykjavík eru auglýst án staðsetningar, á meðan störf sem losna á landsbyggðinni eru auglýst með staðsetningu á landsbyggðinni. Um 70% rúmlega 200 starfsmanna RARIK eru á landsbyggðinni og á Suðurlandi hafa um 40 starfsmenn aðsetur, í starfsstöðvum á Selfossi og á Hvolsvelli. Fjöldi sérfræðinga og stjórnenda eru staðsettir í starfsstöðvum RARIK á landsbyggðinni.

 

Stærsti einstaki hluti viðskiptavina RARIK er með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að afhending orkunnar fari fram utan höfuðborgarsvæðisins. Á meðal hagaðila RARIK eru viðskiptavinir, stjórnsýsla, eftirlitsaðilar, verkfræðistofur og aðrir samstarfsaðilar sem gjarnan eru einnig með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu.

 

Flutningur höfuðstöðva RARIK á eitt viðskipta- og þjónustusvæði á landsbyggðinni myndi þýða sjálfkrafa óhagræði fyrir hin svæðin þar sem samgöngur eru bestar og auðveldastar frá flestum svæðum til höfuðborgarinnar.

 

RARIK er þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að hafa starfsfólk og starfsstöðvar nálægt verkefnum og viðskiptavinum. Jafnframt að skapa tækifæri á áhugaverðum störfum óháð kyni, á öllu landinu.

 

Hlutverk RARIK var skilgreint í stefnumótun fyrirtækisins 2022 – að auka verðmætasköpun og lífsgæði viðskiptavina með öruggri afhendingu á endurnýjanlegri orku og samfélagslega ábyrgum rekstri. 

 

Stjórn RARIK fagnar umræðunni og ábendingum um tækifæri til umbóta. Það er hins vegar mat stjórnar að með núverandi uppsetningu á starfsstöðvum standi félagið vel undir hlutverki sínu um samfélagslega ábyrgan rekstur. Breytt starfsumhverfi getur kallað á breytingar á skipulagi og stöðugt þarf að vaka yfir því en að svo stöddu telur stjórn RARIK að flutningur á starfsemi skrifstofu frá Reykjavík myndi hafa neikvæð áhrif á starfsemina og þjónustuna við viðskiptavini RARIK. Engu að síður er mikill meirihluti starfa fyrirtækisins nú þegar á landsbyggðinni og stefna stjórnar að halda því þannig.“

Starfsstöðvar RARIK og fjöldi starfsfólks í lok árs 2022


Í nútíma samfélagi eru störf án staðsetningar raunhæfur möguleiki fyrir fjölda fyrirtækja. Þar spilar RARIK lykilhlutverk, en dreifikerfi RARIK er forsenda búsetu út um allt land. RARIK vill því hvetja önnur fyrirtæki til að bjóða upp á verðmæt störf án staðsetningar. Þannig myndu útsvarstekjur skila sér til þeirra sveitarfélaga sem fólk velur sér að búa í.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar