ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Gátlisti fyrir endurtengingu heimtaugar (rafmagn)

Almennar upplýsingar

  • Heimilisfang verkstaðar, landnúmer og póstnúmer. Hægt er að sækja upplýsingar beint í fasteignaskrá í skráningarforminu. Ef þessar upplýsingar eru ekki til þá er hægt að staðsetja verkstað á korti eða setja inn hnit.
  • Nafn greiðanda, kennitala, GSM símanúmer og netfang. Athugið að greiðandi er sá aðili sem verður skráður fyrir heimlögninni.
  • Nafn tengiliðar í verkefninu, GSM símanúmer og netfang. Athugið að tengiliður er sá aðili sem RARIK er í sambandi við hvað varðar útfærslu og framkvæmd verksins.

Kostnaður


Upplýsingar um framkvæmd

Þegar þú óskar eftir endurtengingu heimtaugar, er óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn, kennitala, netfang og símanúmer rafverktaka sem sér um framkvæmd.
  • Áætluð tímasetning
    • Hér er átt við dagsetningu sem RARIK getur hafist handa við verkið. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt.  Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.

Vinsamlegast athugið

  • RARIK getur ekki hafið undirbúning þessa verks fyrr en þjónustubeiðni berst til RARIK frá rafverktaka í gegnum gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).  
  • Endurtenging heimtaugar á aðeins við um þá lóð þar sem heimtaugin var afgreidd á sínum tíma, en fylgir ekki húsinu við flutning. Ef byggt er nýtt hús í stað gamals sem er rifið og nota á sömu heimtaug, þá er ekki sótt um aftengingu og endurtengingu heldur skal sótt um færslu heimtaugar.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik