Fyrir allar umsóknir þarf að fylla út eftirfarandi upplýsingar:
Fjöldi viðbótarmæla sem óskað er eftir. Meginreglan er að það er einn mælir á hverja heimtaug. Viðbótarmælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum með fleiri matshlutum. Sjá frekari upplýsingar í verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns.
Nafn, kennitala, símanúmer og netfang orkukaupanda sem á að skrá fyrir mæli/mælum. Orkukaupandi er sá sem fær sendan reikning fyrir orkunotkun.
Nafn, kennitala, netfang og símanúmer rafverktaka sem sér um framkvæmd.
Áætluð tímasetning
Hér er átt við dagsetningu sem RARIK getur hafist handa við verkið. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt. Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.
Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum:
RARIK getur ekki hafið undirbúning þessa verks fyrr en þjónustubeiðni berst til RARIK frá rafverktaka í gegnum gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Viðbótarmæli er ekki heimilt að setja upp fyrir notkun utan lóðar heimtaugarhafa.
Bent er á að heimtaugarhafi þarf að vera í sambandi við rafverktaka til að sjá um vinnu í neysluveitu.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15