ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Vinnum hratt og örugglega úr tjónatilkynningum

Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist RARIK vegna truflana sem urðu í flutningskerfi Landsnets 2. október síðastliðinn. Verið er að yfirfara tjónatilkynningar en markmið RARIK er að vinna þessi mál hratt og örugglega í samvinnu við Landsnet til að hægt sé að svara viðskiptavinum sem tilkynnt hafa tjón sem fyrst.   

Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024
Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024

RARIK hefur móttekið um 170 tjónatilkynningar í tengslum við atburðinn. Á þessum tímapunkti er erfitt að nefna ákveðna tölu um fjölda tjóna þar sem sum tjón hafa verið tilkynnt oftar en einu sinni auk þess sem okkur hefur borist töluvert af tilkynningum frá viðskiptavinum annarra dreifiveitna. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að taka sér tíma og jafnvel fá aðstoð við að meta tjónið. Betra er að senda inn eina tilkynningu um tjón í stað margra. 

 

Hversu mikið er tjónið? 

Umfang tjóns hjá viðskiptavinum RARIK er ekki vitað eins og er. Enn er verið að yfirfara þær tjónatilkynningar sem hafa borist. Tilkynningar um tjón eru að mestu bundnar við Mývatnssveit. Þar leysti aðveitustöð ekki út, þ.e.a.s. sló ekki út rafmagni á svæðinu, og höggið komst því inn í dreifikerfið og til viðskiptavina. Þetta er aðalástæða þess að tjón varð svo mikið á þessu svæði. Á flestum öðrum dreifisvæðum RARIK sló út með tilheyrandi rafmagnsleysi eða skipt var yfir í eyjakeyrslu virkjana til að halda rafmagni inni. Því var minna um tjón af völdum yfirspennu á öðrum svæðum. 

 

Hvernig vinnum við úr tjónatilkynningum? 

Yfirferð og úrvinnsla tjónatilkynninga er í algjörum forgangi hjá okkur svo viðskiptavinir fái svör og lausn sinna mála sem allra fyrst. Starfsfólk RARIK og Landsnets yfirfer allar tilkynningar sem koma inn til okkar. Byrjað er á að skoða staðsetningu tjónastaðar ásamt gögnum úr kerfum RARIK og Landsnets í því skyni að staðfesta að viðkomandi staðsetning hafi orðið fyrir spennutruflunum sem eru utan þeirra eðlilegu marka sem rafmagnstæki þola. Þau mál sem fá samþykki eru í framhaldinu send til tryggingarfélags sem vinnur málið áfram og klárar bótarkröfuna.  

 

Sem dreifiveita er það hlutverk RARIK að hafa milligöngu um öll tjónamál sem tengjast rafmagnsgæðum fyrir hönd sinna viðskiptavina. Í þessu tilfelli er um náið samstarfs RARIK og Landsnets að ræða til að yfirfara og afgreiða tjónstilkynningar okkar viðskiptavina á sem fljótlegastan hátt.  

 

Hvenær má ég eiga von á að fá tjónið bætt? 

Eins og áður hefur komið fram hafa fjölmargar tjónatilkynningar borist og eru enn að berast. Við höfum það markmið að vinna hratt og vel úr þessum málum en getum því miður ekki gefið upp nákvæma tímasetningu á þessu stigi. 

 

Þarf að geyma skemmd raftæki? 

RARIK getur ekki útilokað að tryggingafélagið, sem metur upphæð tjónsins, muni óska eftir því að fá til sín rafmagnstæki sem hafa orðið fyrir tjóni. Við mælum með að viðskiptavinir taki einnig myndir af skemmdum tækjum og búnaði.

Við biðjum alla viðskiptavini okkar sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum truflunarinnar að sýna okkur biðlund á meðan við vinnum úr tilkynningum og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar