Fimm tilboð bárust í lagna- og jarðvinnu vegna stækkunar dreifikerfis hitaveitu RARIK á Höfn í Hornafirði en þau voru opnuð 16. febrúar síðastliðinn.
Þessi verkáfangi var áður boðinn út á vormánuðum 2020 en ekkert tilboð barst í verkið þá. Það er ánægjulegt að nú hillir undir að framkvæmdir geti hafist þegar farið hefur verið nánar yfir tilboðin og samningur við verktaka liggur fyrir. Ný hitaveita RARIK hefur þegar verið tekin í notkun á Höfn fyrir hús sem áður voru tengd fjarvarmaveitu fyrirtækisins en þau fá nú heitt vatn um 20 km lögn sem RARIK lagði til Hafnar frá jarðhitasvæðinu á Hoffelli í Nesjum. Í haust þegar þessum nýja verkáfanga er lokið gefst heimilum, sem áður voru kynnt með rafmagni, kostur á að tengjast hitaveitunni.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Gröfuþjónusta Olgeirs ehf. | 146.320.195 kr. |
Gröfuþjónusta Olgeirs ehf. frávikstilboð | 150.940.195 kr. |
Rósaberg ehf. | 170.998.332 kr. |
Línuborun ehf. | 160.373.472 kr. |
Jón Ingileifsson ehf. | 140.150.000 kr. |
Kostnaðaráætlun | 112.300.000 kr. |
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15