RARIK vekur athygli viðskiptavina sinna á að mánudaginn 3. maí n.k. mun Kristinn Jakobsson verkefnastjóri á tæknisviði RARIK taka þátt í stafrænum íbúafundi um nýju hitaveituna í Hornafirði. Það er sveitarfélagið sem efnir til fundarins en á honum munu Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri á Höfn og Kristinn fara yfir stöðu framkvæmda og svara spurningum notenda.
Ný hitaveita RARIK var tekin í notkun á Höfn um miðjan desember á síðasta ári en þá voru tengd hús sem áður voru kynnt með vatni sem hitað var með rafmagni í kyndistöð. Þessi hús fá nú heitt vatn um 20 km lögn sem RARIK lagði til Hafnar frá jarðhitasvæðinu á Hoffelli í Nesjum. Framkvæmdir við lagningu hitaveitu í hús sem voru áður kynnt með rafmagni eru hafnar og er áætlað að þeim ljúki síðsumars eða í haust.
Á íbúafundinum á mánudag gefst viðskiptavinum RARIK og öðrum Hornfirðingur kostur á að fræðast um reynsluna af nýju hitaveitunni og um næstu skref í lagningu dreifikerfisins á Höfn. Fundurinn sem hefst klukkan 20:00 verður sendur beint á Youtube og fjarfundabúnaðinn Teams. Hægt er að senda spurningar fyrir fundinn á slido.com með aðgangstölum 411388 eða á afgreidsla@hornafjordur.is. Þá verður einnig tekið við spurningum á Teams á meðan á fundi stendur.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15