ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Stefnumótun skilaði RARIK nýjum gildum

Frá lokum síðasta árs hefur verið unnið að stefnumótun RARIK til að mæta nýjum áskorunum í starfsumhverfi fyrirtækisins. Nauðsynlegt var að marka nýja stefnu enda miklar breytingar í starfsumhverfi fyrirtækisins, svo sem stafræn umbreyting, þróun á vinnumarkaði, þriðju orkuskiptin sem munu reynast mjög krefjandi verkefni og áhersla á loftslagsmálin almennt. Hlutverk, framtíðarsýn og markmið RARIK voru endurskoðuð í samvinnu við starfsfólk og varð niðurstaðan sú að tengja betur saman menningu fyrirtækisins og stefnu þess. Þess vegna völdum við okkur líka ný gildi sem við kynnum hér.

Það voru um 40 stjórnendur og annað starfsfólk fyrirtækisins sem hjálpuðu okkur með þátttöku sinni í stefnumótunarfundi þar sem rætt var um nýjar áherslur og tækifæri sem þeim tengjast. Auk umræðu um hlutverk og framtíðarsýn fór fram málefnastarf í nokkrum hópum þar sem markmið voru sett og umbótaverkefni skilgreind. Vinnustaðamenningin og þróun hennar var sett í forgrunn sem forsenda þess að fyrirtækið nái markmiðum sínum. Framkvæmd og eftirfylgd stefnu var jafnframt rædd sem tækifæri og áhersla komandi missera. Einnig var haldinn stefnumótunarfundur með stjórn þar sem nýjar áherslur voru ræddar frekar og þannig fékkst mikilvægt innlegg í stefnumótunina. Í byrjun árs 2023 hefur verið unnið að frágangi stefnumótunar og hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið og grunngildi hafa verið staðfest af stjórn.

 

Samhliða stefnumótunarvinnunni fór fram umræða meðal allra starfsmanna um æskileg gildi í starfsemi fyrirtækisins og hvaða þáttum í menningu þess þyrfti að breyta. Niðurstaða þeirrar umræðu var mikilvægt framlag til skilgreiningar á grunngildum i RARIK sem nú liggja fyrir auk fjölda hugmynda og tillagna um breytingar til bóta sem síðan verður unnið að.  Nýju gildi RARIK eru hugrekki, árangur og virðing en við ætlum okkur að hafa hugrekki til að breyta rétt og horfa til framtíðar, ná árangri með drifkrafti og öruggum rekstri og loks leggjum við ríka áherslu á að bera virðingu hvert fyrir öðru, viðskiptavinum og náttúrunni.


Framtíðarsýn

Við erum þekkingar- og þjónustufyrirtæki í fararbroddi sem starfar af ábyrgð og nýtir bestu fáanlegu tækni með gagnkvæman hag að leiðarljósi.

Hlutverk

Að auka verðmætasköpun og lífsgæði viðskiptavina okkar með öruggri afhendingu á endurnýjanlegri orku og samfélagslega ábyrgum rekstri.


Meginmarkmið

Meginmarkmið - Sjálfbærni og loftlagsmál

Lágmarka kolefnisspor og sóun á öllum sviðum.

Meginmarkmið - Þjónusta, markaðir og viðskiptavinir

Einfalda viðskipti og þjónustu með stafrænum lausnum.

Meginmarkmið - Stórar breytingar

Skapa trausta undirstöðu orkuskipta.

Meginmarkmið - Ferli, verkefni og innra starf

Bæta hagkvæmni og áreiðanleika í rekstri og þjónustu.

Meginmarkmið - Mannauðsmál

Móta hvetjandi menningu sem undirstöðu að góðum vinnustað.

Meginmarkmið - Öryggi

Þróa öryggismenningu og árvekni.


Grunngildi

Hugrekki

Hugrekki

Við höfum hugrekki til að breyta rétt og horfum til framtíðar

Árangur

Árangur

Við náum árangri með drifkrafti og öruggum rekstri

Virðing

Virðing

Við berum virðingu fyrir hvert öðru, viðskiptavinum og náttúrunni

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik