ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Stefna RARIK í loftslagsmálum

Stefnumið: Að fyrirtækið starfi í sem bestri sátt við umhverfi sitt.

 

RARIK vinnur að því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Með því leggur fyrirtækið sitt af mörkum til að ná sameiginlegum markmiðum Parísarsamkomulagsins. Stefna RARIK er að vera traust og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem er til fyrirmyndar í umhverfismálum.

 

Markmið RARIK er að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2019. Áhersla er lögð á að draga úr beinni losun GHL en það sem út af stendur verður kolefnisjafnað með kaupum á kolefniseiningum frá og með 2020.

Stefnan nær til notkunar á jarðefnaeldsneyti í starfsemi RARIK, samganga starfsfólks vegna vinnu og úrgangsmyndunar. Stefna þessi nær til allrar starfsemi RARIK.

 

Upplýsingar um árangur aðgerða eru reglulega kynntar stjórn og framkvæmdaráði fyrirtækisins, sem jafnframt samþykkja nauðsynlegar stefnumótandi breytingar sem hugsanlega þarf til að áætlaður árangur náist. Aðgerðaáætlun RARIK í loftlagsmálum er endurskoðuð og endurútgefin árlega og má nálgast á vefsíðu RARIK.

Markmið um losun gróðurhúsalofttegunda

Markmið RARIK er að vera kolefnishlutlaust árið 2040 og hafa helmingað kolefnisspor sitt árið 2030 skv. umfangi 1 ásamt völdum þáttum úr umfangi 3 í Greenhouse gas protocol (GGP) miðað við skilgreint viðmiðunarár í Aðgerðaráætlun RARIK í loftlagsmálum.


Loftlagsmarkmið RARIK

LosunarflokkurEiningViðmiðunarár 2029202120222023202420252030

UMFANG 1tCO2íg2.7902.2202.0381.9401.8091.5351.103
UMFANG 3tCO2íg95888377726638
Samtals losuntCO2íg2.88522.3082.1212.0171.8801.6011.141
Samdráttur á losun% -20%-26%-30%35%-44%-60%

 


 

Ítarefni

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2024
Frammistöðuvísar í umhverfismálum 2024
Losun gróðurhúsalofttegunda 2024

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik