ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Endurnýjun dreifikerfis í dreifbýli 2022

Í ár er gert ráð fyrir að alls verði lagðir um 250 km í jörð í dreifbýli samkvæmt samþykktri framkvæmdaáætlun. Við þessa tölu bætist svo tilfallandi notendadrifin verk sem nokkuð er um á hverju ári.  

Samkvæmt framkvæmdaáætlun RARIK er gert ráð fyrir rúmlega 2,8 milljarða fjárfestingu í endurnýjun og aukningu dreifikerfis til sveita, og þar af verður um  2,5 milljarði varið til þrífösunar dreifikerfisins og um 80 milljónum króna verður varið í lagningu stofnkerfis á tímabilinu. Ríkisjóður mun í ár, eins og undanfarin ár, styrkja framkvæmdir vegna brothættra byggða á Mýrum í Borgarbyggð. Einnig er með aðkomu ríkissjóðs unnið eftir áætlun um að flýta þrífösun til stærri notenda.

 

Á forsíðu vefsins www.rarik.is er hægt að finna framkvæmdavefsjá RARIK og nálgast þar samræmdar upplýsingar um helstu framkvæmdir á vegum fyrirtækisins um allt land. Upplýsingarnar þar eru uppfærðar eftir því sem verkefnum vindur fram allt þar til þeim er lokið. Í vefsjánni birtast upplýsingar um endurnýjun dreifi- og stofnlínukerfa í dreifbýli hvort sem þau eru á áætlun RARIK um langtíma endurnýjun dreifikerfisins, eru kostuð af notendum eða eru hluti af átaksverkefnum ríkisstjórnarinnar. Auk þess eru birtar upplýsingar um verkefni sem tengjast endurnýjun búnaðar í aðveitustöðvum og byggingu nýrra aðveitustöðva.

 

Ef smellt er á framkvæmdaflipa kortasjárinnar, birtast framkvæmdir á korti sem hægt er að smella á til að fá nánari lýsingu á einstaka verki auk upplýsinga um verktíma, lengd, legu, spennu jarðstrengs o.s.frv.

Framkvæmdavefsjá á forsíðu rarik.is
Ef smellt er á framkvæmdaflipa kortasjárinnar á forsíðu RARIK vefsins, birtast framkvæmdir ársins.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik