Jafnlaunastjórnunarkerfi nær til alls starfsfólks. Starfsmaður er sá sem hefur gildandi ráðningarsamband við RARIK. Kerfið nær ekki til verktaka.
Framkvæmd
RARIK skal tryggja öllu starfsfólki sínu þau réttindi varðandi launajafnrétti sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Störf skulu taka mið af þeim kröfum sem þau gera og laun skulu ákvörðuð óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við gildandi kjarasamninga og tryggi að sömu laun og sömu kjör séu fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Tryggja skal að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli mismunandi kjarasamninga. Starfsfólki eru veittir jafnir möguleikar til endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Til þess að fylgja jafnlaunastefnu eftir skuldbindur RARIK sig til að:
Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu. Starfsmannastjóri er fulltrúi framkvæmdastjórnar varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi. Starfsfólk skal beina athugasemdum eða fyrirspurnum í gegnum ábendingakerfi RARIK eða senda tölvupóst á starfsmannastjóra.
- Útgefið 04.06.2023
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15