Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar eru að finna í stefnu RARIK um meðhöndlun persónuupplýsinga útskýrir hvernig RARIK safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina og starfsmanna.
Við flutning er mikilvægt að tilkynna nafnabreytingar til þjónustuvers RARIK. Tilkynna þarf hver er að flytja út og hver er að flytja inn (nafn og kennitala). Venjulega er bara lesið af mæli einu sinni á ári og því þarf að lesa sérstaklega af mæli við flutning. Notandi getur í flestum tilvikum sjálfur lesið af mæli og tilkynnt álestur til viðskiptavers.
Álestur er nauðsynlegur við árlegt uppgjör og endurskoðun á áætlaðri orkunotkun.
Ef jarðstrengir eða vatnslagnir liggja nærri framkvæmdastað skal óska eftir sónun svo hægt sé að greina nákvæma staðsetningu þeirra áður en framkvæmdir hefjast. Í þéttbýli þarf ávallt að óska eftir sónun.
Sækja þarf um undanþágu til flutnings á háum farmi undir raflínur til Samgöngustofu. Sjá má nánari upplýsingar á vef Samgöngustofu. Ef þörf er á aðgerðum við háspennulínu af hálfu RARIK vegna flutninga þá getur tekið allt að 5-10 virka daga að skipuleggja og útfæra slíkt. Athugið að slík aðgerð hefur ávallt í för með sér kostnað sem flytjanda ber að greiða.
Ef þú telur að gæði rafmagnsins séu á einhvern hátt ófullnægjandi eða þú hafir orðið fyrir tjóni á búnaði vegna spennugæða, hvetjum við þig til að fylla út þetta eyðublað.
RARIK leggur metnað í að láta gott af sér leiða og tekur þátt í samfélaginu, m.a. með styrkveitingum. Árhersla er lögð á að styrkir RARIK gagnist nærsamfélagi fyrirtækisins og endurspegli áherslur þess um samfélagslega ábyrgð. Styrktarstefna RARIK tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með sérstaka áherslu á menningu- og listir, íþrótta- og æskulýðsstarf, nýsköpun og góðgerðarmál. Markmið okkar er að styðja við starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að auknum lífsgæðum og bættri heilsu og hreysti barna og ungmenna.
Viltu senda fyrirspurn eða koma einhverju á framfæri við okkur?
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15